Dregið í 8-liða úrslit bikarins í dag
Dregið verður í 8-liða úrslit Valitor-bikar karla í knattspyrnu í dag þrátt fyrir að enn eigi eftir að leika tvo leiki í 16-liða úrslitum karla. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ er það vegna þess hve stutt sé í næstu umferð deildarkeppninnar að ekki er hægt að bíða með dráttinn.
Í pottinum í karlaflokki í eru Þór, Fjölnir, Keflavík, ÍBV, Þróttur, Grindavík og sigurvegarar úr viðureignum BÍ/Bolungarvíkur og Breiðabliks annars vegar og KR og FH hins vegar, en leikir liðanna fara fram annað kvöld.