Í dag kl. 12:10 verður dregið í 16 liða úrslitum Valitors bikars karla en drátturinn fer fram í höfuðstöðvum
KSÍ. Eitt félag kemur úr 2. deild, Hamar en fimm félög koma úr 1. deild og tíu úr Pepsi-deild karla.
Alþjóðlega sjávarútvegssýningin Seafood Expo Global í Barcelona á Spáni stendur yfir dagana 6.- 8. maí. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum á sviði veiða, vinnslu og sölu sjávarafurða.
Þann 30. apríl sl. komu fulltrúar allra fimm Oddfellowstúkanna á Akureyri saman og færðu Sjúkrahúsinu á Akureyri rausnarlega gjöf til stuðnings við líknarþjónustu sjúkrahússins. Heildarfjárhæð peningagjafarinnar nam 1.245.000 krónum og er hún ætluð til að bæta aðstöðu í nýju aðstandendaherbergi á lyflækningadeildinni.
Í þessari viku legg ég fram þingsályktunartillögu sem snýr að því að tryggja áframhaldandi starfsemi Janusar endurhæfingar eða tryggja sambærilega geðendurhæfingu fyrir ungmenni með fjölþættan vanda.
Nú er varptíminn í algleymingi og vert að minna á 15. gr. samþykktar um hunda og kattahald, en þar segir: „Eigendum og forráðamönnum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að takmarka útiveru þeirra og eftir atvikum hengja á þá bjöllu.”
Stórþing eldri borgara verður haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri föstudaginn 30. maí. Markmið þingsins er að kanna viðhorf einstaklinga 60 ára og eldri til þjónustu Akureyrarbæjar og safna hugmyndum að áframhaldandi þróun þjónustunnar.
Húsin við Aðalstræti 54 og 54a, og eigendur þeirra, hlutu viðurkenningu Húsverndarsjóðs Akureyrar árið 2025 fyrir viðgerðir á síðustu árum sem gerðar hafa verið í góðu samræmi við aldur og gerð húsanna.
Bæjarráð Akureyrar getur ekki orðið við erindi frá gönguhópnum Club 1010. Hópurinn skoraði á Akureyrarbæ að aðstoða Félag eldri borgara á Akureyri um kaup á húsnæði við Hólabraut þar sem áður var ÁTVR fyrir starfsemi félagsins.
Húsnæðið er við Hólabraut. Starfsemi Vínbúðarinnar var flutt á Norðurtorg en til stendur að selja húsið við Hólabraut.
Aðalfundur Sparisjóðs Þingeyinga var haldinn 28. apríl s.l. á Fosshótel Húsavík. Rekstur Sparisjóðsins gekk vel á síðasta ári, hagnaður af starfseminni var 226 milljónir króna fyrir skatta og hagnaður eftir skatta var 179 milljónir króna. Um síðustu áramót voru heildareignir sparisjóðsins 14,7 milljarðar króna og hafa aukist um 1.553 milljónir á milli ára. Innlán voru á sama tíma um 12,8 milljarðar. Eigið fé sparisjóðsins var 1,5 milljarður í árslok og lausafjárstaða er sterk.
Skollans langri bið eftir skeljasandi lokið. 1250 tonnum landað í s.l. viku á Dalvík og Krossanesi og farmi ekið til 24 bænda til kölkunar við jarðvinnslu eða á tún.
Auk þess fengu bændur í S-Þing. rúm 900 tonn og 340 tonn eru á leið til Reyðarfjarðar sem fer upp á Hérað. Mikilvægt er til að tryggja góð vaxtarskilyrði plantna með réttu sýrustigi jarðvegs þar sem ódýrasta leiðin er að nota skeljasand til kölkunar.