Búist er við að atvinnuleysi dragist enn frekar saman í sumar en aukist á ný með haustinu. Fram kemur í bókun að stjórn Akureyrarstofu fagnar því að náðst hefur árangur í að draga úr atvinnuleysi og var framkvæmdastjóra og verkefnisstjóra atvinnumála falið að undirbúa tillögur um verkefni sem Akureyrarstofa getur tekið þátt í með haustinu þegar búast má við að atvinnuleysi aukist á ný.