Dregið hefur úr atvinnuleysi

Á fundi stjórnar Akureyrarstofu fyrir helgi var lagt fram yfirlit um átaksverkefni Akureyrarbæjar og Vinnumálastofnunar vegna atvinnuleysis á árinu 2011 og farið yfir framkvæmd þeirra. Jafnframt kynntar nýjustu tölur um atvinnuleysi á Akureyri og Norðurlandi eystra. Fram kom að dregið hefur úr atvinnuleysi og var það 5,8% í apríl sem er um 1,8% minna en í sama mánuði í fyrra.  

Búist er við að atvinnuleysi dragist enn frekar saman í sumar en aukist á ný með haustinu. Fram kemur í bókun að stjórn Akureyrarstofu fagnar því að náðst hefur árangur í að draga úr atvinnuleysi og var framkvæmdastjóra og verkefnisstjóra atvinnumála falið að undirbúa tillögur um verkefni sem Akureyrarstofa getur tekið þátt í með haustinu þegar búast má við að atvinnuleysi aukist á ný.

Nýjast