Lið Draupnis hefur ekki farið vel af stað í D- riðli 3. deildar karla í knattspyrnu og situr á botni riðilsins með aðeins eitt stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar. Draupnir spilaði tvo útileiki um sl. helgi. Þeir gerðu 1-1 jafntefli við Huginn, þar sem Gísli Ólafsson skoraði mark Draupnis, en töpuðu síðan gegn Leikni F. með sex mörkum gegn engu.
Í sama riðli tapaði Dalvík/Reynir gegn Völsungi, 1-3, er liðin mættust á Dalvíkurvelli sl. föstudag. Áskell Jónsson skoraði mark Dalvíks/Reynis í leiknum sem er eftir fjórar umferðir í næst neðsta sæti riðilsins með þrjú stig.