Draupnir dregur sig úr keppni

Karlalið Draupnis í knattspyrnu sem leikur 3. deild karla hefur sent beiðni til KSÍ um að fá að draga liðið úr keppni. Samkvæmt heimildum Vikudags er það vegna þess hve erfitt er að manna liðið í útileikina, auk þess sem liðið hefur verið óheppið með meiðsli leikmanna. Draupnir getur átt von á hárri sekt og skaðabótamáli fari liðið úr keppni en eins og heimildamaður blaðsins orðaði það: „Það er lítið í að sækja hjá gjaldþrota félagi,” sagði hann. Þar með hafa bæði kvenna- og karlalið Draupnis hætt þátttöku í sumar. 

Nýjast