Draumur Dalvíkur/Reynis úr sögunni
Draumur Dalvíkur/Reynis um að spila í 1. deild að ári varð úr engu er liðið tapaði gegn Völsungi um helgina í 2. deild karla. Liðin mættust á Húsavíkurvelli þar sem heimamenn í Völsungi unnu 7:3, þrátt fyrir að spila manni færri nánast allan seinni hálfleikinn, en Hrannar Björn Steingrímsson var rekinn af velli á 48. mínútu.
Arnþór Hermannsson skoraði þrennu fyrir Völsung í leiknum, Rafnar Smárason tvö mörk og þeir Hafþór Mar Aðalgeirsson og Haukur Hinriksson sitt markið hvor. Fyrir Dalvík/Reyni skoraði Gunnar Már Magnússon tvívegis og Snorri Hauksson eitt mark.
Þegar ein umferð er eftir er Dalvík/Reynir með 35 stig í fimmta sæti og á ekki raunhæfa möguleika á að fara upp um deild. Höttur er þegar búið að tryggja sig upp en baráttan um annað sætið stendur á milli Tindastóls/Hvatar, Njarðvíkur og Aftureldingu.