Dragan tekur við Völsungi
Dragan Stojanovic hefur verið ráðinn þjálfari hjá knattspyrnuliði Völsungs en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í gærkvöld. Dragan tekur við liðinu af Jóhanni Kristni Gunnarssyni sem hefur stýrt Völsungi undanfarin þrjú ár
Síðast þjálfaði Dragan kvennaliði Þórs/KA en hann hætti hjá liðinu í ágúst í fyrra. Dragan stýrði Þór/KA í fjögur ár en hann hafði áður þjálfað karlalið Þórs sem og Fjaraðbyggð. Hinn 43 ára gamli Serbi spilaði einnig með Þór og Fjarðabyggð á sínum tíma.
Völsungur endaði í tíunda sæti í annarri deildinni í sumar en liðið endaði með 26 stig.
Þetta kemur fram á fotbolti.net.