Dragan tekur við Völsungi

Dragan Stojanovic hefur verið ráðinn þjálfari hjá knattspyrnuliði Völsungs en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagi
Dragan Stojanovic hefur verið ráðinn þjálfari hjá knattspyrnuliði Völsungs en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í gærkvöld. Dragan tekur við liðinu af Jóhanni Kristni Gunnarssyni sem hefur stýrt Völsungi undanfarin þrjú ár
Síðast þjálfaði Dragan kvennaliði Þórs/KA en hann hætti hjá liðinu í ágúst í fyrra. Dragan stýrði Þór/KA í fjögur ár en hann hafði áður þjálfað karlalið Þórs sem og Fjaraðbyggð. Hinn 43 ára gamli Serbi spilaði einnig með Þór og Fjarðabyggð á sínum tíma.
Völsungur endaði í tíunda sæti í annarri deildinni í sumar en liðið endaði með 26 stig.
Þetta kemur fram á fotbolti.net.