Íslandsbleikja, dótturfélag Samherja, hefur keypt þrotabú Fiskeyjar á Hjalteyri en ætlar ekki að byggja upp lúðueldi, samkvæmt því sem fram kemur á vef RÚV. Allur búnaður Fiskeyjar verður nýttur til bleikjueldis annars staðar á landinu. Fiskey var lengi vel stærsti lúðuseiðaframleiðandi heims en fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í september síðastliðnum. Íslandsbleikja keypti öll tól og tæki þrotabúsins sem og húsnæði þess á Hjalteyri. Þrotabúinu fylgja um 700 klaklúður og 10 þúsund lúðuseiði.
Jón Kjartan Jónssonar framkvæmdastjóri fiskeldis Samherja segir á vef RÚV, að lúðunum verði slátrað á næstunni og seyðin seld. Ekki hefur enn verið tekið ákvörðun um hvað gert verður við húsnæðið á Hjalteyri.