Dettifossvegur verði kláraður án tafar

Markaðsstofa Norðurlands og Ferðamálasamtök Norðurlands eystra gagnrýna ríkisstjórn og Alþingi fyrir að fjármagn sé ekki tryggt í fjárlögum til að klára uppbyggingu Dettifossvegar, vegkaflans frá Ásbyrgi upp að Dettifossi.

Þetta kemur fram  í áyktun frá samtökunum. „Uppbygging vegarins er stórt hagsmunamál fyrir alla á Norðurlandi,“ segir jafnframt í ályktuninni. Þar er einnig tekið undir áskorun bæjarráðs Akureyrarbæjar um að flughlað við Akureyrarflugvöll verði klárað sem fyrst.

Um er að ræða 17 kílómetra langan vegkafla frá Ásbyrgi upp að Dettifossi. Ekki hefur verið sett bundið slitlag á þennan kafla. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu hafa mörg lýst yfir áhyggjum af því að verkinu hafi aftur verið frestað. Uppbygging vegkaflans hefur verið beðið í mörg ár. Rekstrargrundvöllur margra ferðaþjónustufyrirtækja er að hluta til háður því að uppbyggingu vegarins verði lokið.

Ferðaþjónustufyrirtæki hafa gagnrýnt frestun að uppbyggingu Dettifossvegar í nokkur ár og nokkurar óþolinmæði gætir í herbúðum þeirra yfir því að enn sé framkvæmdunum frestað í ár. Með uppbyggingu  vegarins myndi ferðamannastraumur dreifast betur um Norðurland, segir í ályktuninni.

Í skýrslu frá Markaðsstofu Norðurlands frá árinu 2015 kemur fram að Dettifossvegur er meðal þess sem helsta þyrfi að bæta til að efla ferðaþjónustu á svæðinu. /epe

 

Nýjast