10. desember, 2008 - 20:44
Fréttir
Desemberfundur Norðurlandsdeildar FAS, Samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra, verður nú á fimmtudagskvöldið, 11. desember, og verður haldinn
í Oddeyrarskóla, gengið inn að norðanverðu, og hefst klukkan 20.00.
Norðurlandsdeild FAS er í samstarfi við FAS á höfuðborgarsvæðinu, en markmið samtakanna er að hittast, fræðast og bera saman bækur
í þeim tilgangi að eiga léttara með að auðvelda samkynhneigðum og tvíkynhneigðum ættingjum og vinum að fóta sig á
lífsins braut. Fundirnir eru í bland samræðu- og fræðslufundir og hafa reynst þátttakendum góður styrkur. Á fundinum á morgun
verður litið til baka yfir farinn veg og einnig lagðar línur um starfsemina í vetur.
Nýir félagar eru sérstaklega velkomnir.