Ráðast á í endurýjun á átta sparkvöllum á Akureyri fyrir 24 milljónir króna þar sem dekkjakurlinu verður skipt út fyrir annað efni. Gert er ráð fyrir níu milljónum í verkefnið á árinu 2018 og fimmtán milljónum árið 2019. Bæjarráð Akureyrar fól íþróttaráði og stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar að leggja fram viðhaldsáætlun vegna endurnýjunar á gervigrasi á sparkvöllum bæjarins.
Eins og fram hefur komið hafa mörg sveitarfélög gripið til þess ráðs að fjarlægja dekkjakurl úr sparkvöllum þar sem grunur leikur á að kurlið sé krabbameinsvaldandi. Skipt var um gervigrasið í Boganum í haust og dekkjakurlið fjarlægt fyrir um 100 milljónir kr.