Dekkjakurlið burt fyrir áramót

Mynd: volsungur.is
Mynd: volsungur.is

Um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd Alþing­is hef­ur lagt fram sam­hljóða álit þess efn­is að Alþingi álykti að fela um­hverf­is- og auðlindaráðherra í sam­vinnu við Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og Um­hverf­is­stofn­un að móta áætl­un sem miði að því að kurluðu dekkjagúmmíi verði skipt út fyr­ir hættu­minni efni á leik- og íþrótta­völl­um. Því verki verði lokið fyr­ir árs­lok 2016. Morgunblaðið segir frá þessu í dag.

Þá kemur fram í greinargerð með tillögunni að ætlunin er að girða eins hratt og unnt er fyr­ir notk­un eitraðra og ef til vill heilsu­spill­andi efna á svæðum sem börn nota, m.a. til íþróttaiðkun­ar. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að tafarlaust sé gripið til aðgerða í þeim efn­um. Það er ekki réttlætanlegt að heilsu og ör­yggi barna sé teflt í hættu á meðan beðið sé óyggj­andi sann­ana á skaðsemi efn­anna samkvæmt greinagerðinni.

Á fund­um nefnd­ar­inn­ar hefur verið rætt að vernda eigi börn og ung­menni sem nota gervi­grasvelli hér­lend­is til íþrótta- og tóm­stundaiðkun­ar. Börnin eigi alltaf að njóta vaf­ans hvað varðar þau efni sem notuð eru á vell­ina. Fjöl­marg­ir gest­ir komu á fund nefnd­ar­inn­ar vegna máls­ins og tóku þeir allir undir þessi sjónarmið. /epe.

 

Nýjast