Dekkjakurli ekki skipt út af sparkvöllum í ár

Talið er dekkjakurl á sparkvöllum sé heilsuspillandi en sjö sparkvellir eru á Akureyri. Mynd/Þröstur…
Talið er dekkjakurl á sparkvöllum sé heilsuspillandi en sjö sparkvellir eru á Akureyri. Mynd/Þröstur Ernir.

Ekki stendur til að skipta um dekkjakurl á sparkvöllum á Akureyri á þessu ári. Eins og fram hefur komið hafa mörg sveitarfélög gripið til þess ráðs að skipta um dekkjakurl úr sparkvöllum þar sem grunur leikur á að það sé krabbameinsvaldandi. Ingibjörg Isaksen formaður íþróttaráðs Akureyrarbæjar segir að skipt verði um gervigrasið í Boganum í haust  og mögulega verði dekkjakurlinu á sparkvöllunum skipt út á næstu tveimur árum.

Nánar er fjallað um þetta mál í prentútgáfu Vikudags.

-Vikudagur, 16. júní

Nýjast