Á fundi bæjarráðs var tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynntur var nýr árlegur viðburður "European Week of Local Democracy" sem sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins beitir sér fyrir að evrópsk sveitarfélög taki þátt í. Markmiðið er að auka þekkingu íbúa á staðbundnu lýðræði og stuðla að aukinni þátttöku þeirra í lýðræðinu. Lagt er til að sveitarfélög velji vikuna í kringum 15. október til að skipuleggja viðburði með íbúum sínum.