Fram koma Erlingur Sigurðarson, kvæðamaður sem mun flytja nokkur ljóð Davíðs og segja frá tilurð þeirra. Karlakór Akureyrar -
Geysir mun einnig flytja í söng nokkur af þekktustu ljóðum Davíðs, s.s. "Þú komst í hlaðið" og "Brennið þið vitar".
Tvö ungmenni úr Menntaskólanum á Akureyri, þau Gísli Björgvin Gíslason og Gréta Ómarsdóttir flytja kvæðin um
"Nirfilinn" og "Hvað hefur breyst". Tríó skipað þeim Ásdísi Arnardóttur á selló, Petreu Óskarsdóttur á
þverflautu og Þórarinn Stefánsson á píanó flytja ljúfa tónlist eftir Skúla Halldórsson og Maurice Ravel sem víst er
að fagurkeranum Davíð hefði fallið vel í geð. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.