Davíð Stefánsson, Billy Joel og Grieg
Listasumar á Akureyri heldur áfram og í dag, fimmtudaginn 18. ágúst, verður sérstök dagskrá um þátt Matthíasar Jochumssonar í lífi Davíðs Stefánssonar í Davíðshúsi klukkan 16. Í dag hefst einnig raftónlistarsmiðja Haraldar Arnar í Sal Myndlistarfélagsins en smiðjan er ókeypis og hentar krökkum frá 14 ára aldri. Tríóið Hrafnaspark verður síðan með tónleika í kvöld á Græna hattinum og býður fjölbreytta dagskrá sem spannar allt frá Billy Joel til Edvards Grieg.
Á morgun, föstudaginn 19. ágúst kl. 19, verður opnuð samsýning fjölþjóðlegu listamannanna Jónínu Mjallar Þormóðsdóttur, Ingrid Elsa Maria Ogenstedt og Arne Rawe í Kaktus, kjallara Listasafnsins á Akureyri og um kvöldið heldur hljómsveitin Á móti sól 20 ára afmælistónleika á Græna hattinum. Á laugardaginn hefst sýning á ljósmyndum Þjóðverjans Anja Teske í Deiglunni og þann sama dag opnar Berþór Morthens sýningu á nýjum verkum sínum í Mjólkurbúðinni. Á laugardagskvöld stíga hinir einu sönnu Hvanndalsbræður á stokk á Græna hattinum og bjóða tónlist, töfrabrögð og gamanmál.