Dalvík/Reynir vann grannaslaginn

Draupnir og Dalvík/Reynir mættust í grannaslag í Boganum í D- riðli 3. deildar karla í knattspyrnu í gærkvöld. Jóhann Hreiðarsson kom Dalvík/Reyni yfir strax á 6. mínútu leiksins. Gunnar Jónsson jafnaði metin fyrir Draupni í upphafi síðari hálfleiks en Gunnar Már Magnússon tryggði Dalvík/Reyni sigur með marki á 63. mínútu. Lokatölur 2-1 sigur Dalvíks/Reynis.

Eftir fimm umferðir er Dalvík/Reynir í 4. sæti riðilsins með sex stig en Draupnir situr á botninum með eitt stig.

Nýjast