Dalvík/Reynir með sigur á Varmárvelli

Dalvík/Reynir gerði góða ferð í Mosfellsbæinn í gær er liðið lagði Aftureldingu að velli, 4:1, á Varmárvelli í sjöttu umferð deildarinnar.

Mörk Dalvíkur/Reynis skoruðu þeir Jóhann Hilmar Hreiðarsson, Kristinn Þór Björnsson, Stefán Ingi Gunnarsson og Elvar Lúðvík Guðjónsson. Mark heimamanna skoraði John Henry Andrews.

Dalvík/Reynir er í fjórða sæti deildarinnar með 11 stig en Afturelding hefur fjögur stig í næstneðsta sæti.

Nýjast