Dalvík/Reynir lá gegn toppliðinu

Höttur lagði Dalvík/Reyni 4:1 er liðin mættust á Vilhjálmsvelli í gær í 2. deild karla í knattspyrnu. Höttur komst í 4:0 með mörkum frá Óttari Steini Magnússyni, Stefáni Eyjólfssyni, Ragnari Péturssyni og Vilmari Sævarssyni. Dalvík/Reynir náði að klóra í bakkann í uppbótartíma með marki frá Atla Þór Ólasyni.

Áður hafði Dalvík/Reynir lagt KF að velli í nágrannaslag Dalvíkurvelli á dögunum þar sem Bessi Víðisson skoraði bæði mörk heimamanna en Milos Glogovac mark KF. Höttur er á toppi deildarinnar með 30 stig en Fjallabyggð og Dalvík/Reynir hafa bæði 26 stig í sjötta og sjöunda sæti. KF hefur 23 stig í níunda sæti.

Það stefnir í mikla spennu um tvö efstu sætin í deildinni en tíu lið af tólf eiga möguleika á að koma sér upp um deild. Aðeins ÍH og Árborg skera sig úr og stefna beinustu leið niður í 3. deild.

Nýjast