Dalvík/Reynir gerði góða ferð á Seyðisfjörð sl. laugardag þar sem félagið mætti Huginn. Lokatölur á Seyðisfirði urðu 3-1 sigur Dalvíks/Reynis. Mörk gestanna skoruðu þeir Gunnar Már Magnússon ( 28.mín. ), Guðmundur Kristinn Kristinsson ( 69. mín. ) og Hermann Albertsson ( 70. mín. ). Ragnar Mar Konráðsson skoraði mark heimamanna í leiknum ( 30.mín. ).
Eftir sex umferðir er Dalvík/Reynir komið í þriðja sæti deildarinnar.