Dalvík/Reynir í annað sætið

Dalvík/Reynir er komið upp í annað sætið í 2. deild karla eftir að hafa skellt Njarðvík á útivelli, 5:1, um helgina. Norðanmenn eru þar með komnir með 32 stig í öðru sæti deildarinnar, stigi á eftir toppliði Tindastóls/Hvöt þegar fjórar umferðir eru eftir.

Hilmar Daníelsson skoraði tvívegis fyrir Dalvík/Reyni og þeir Gunnar Már Magnússon, Kristinn Þór Björnsson og Hermann Albertsson skoruðu sitt markið hvor. Mark heimamanna skoraði Andri Fannar Freysson.

Njarðvík er í fimmta sæti með 29 stig og á því áfram góða möguleika á tveimur efstu sætunum.

Nýjast