Dalvík/Reynir endaði tímabilið með sigri
Dalvík/Reynir lagði Fjarðabyggð 3-0 á heimavelli er liðin áttust við í lokaumferð 2. deildar karla í knattspyrnu sl. laugardag. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik en þeir Ísak Einarsson, Kristinn Þór Björnsson og Hermann Albertsson sáu um markaskorun fyrir Dalvík/Reyni.
Norðanmenn hafna í fimmta sæti deildarinnar með 38 stig, en Fjarðabyggð lýkur leik í sjöunda sæti með 34 stig. Það voru Tindastóll/Hvöt og Höttur sem tryggðu sér sæti í 1. deildinni en Árborg og ÍH féllu.