Dagskrá Akureyrarvöku

Mynd: Daníel Starrason
Mynd: Daníel Starrason

Akureyrarvaka hófst í gærkvöldi í prýðilegu veðri með Rökkurró í Lystigarðinum og Draugagöngu um Innbæinn. Dagskráin nær hápunkti sínum í dag með alls kyns uppákomum og viðburðum í Listagilinu, Möguleikamiðstöðinni Rósenborg, Menningarhúsinu Hofi og víðar. Loks verður blásið til Retro Stefson karnivals á sviði sem komið hefur verið fyrir á horni Kaupvangsstrætis og Hafnarstrætis (neðst í Gilinu fyrir framan Hótel KEA) en þar verður hljómsveitin vinsæla Retro Stefson við völd og tekur á móti góðum gestum, meðal annars Helenu Eyjólfsdóttur og Pálma Gunnarssyni. Nákvæma dagskrá Akureyrarvöku er að finna á www.visitakureyri.is.

Nýjast