Dagný Linda hefur verið fremsta skíðakona landsins um árabil. Á þessu ári hefur hún keppt á 14 Heimsbikarmótum í bruni, risasvigi og tvíkeppni (svig og brun) sem voru hennar þrjár sterkustu greinar. Dagný Linda varð þrefaldur Íslandsmeistari árinu, í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni og þá var hún valin íþróttamaður Akureyrar 2007. Hún hefur nú hætt æfingum og keppni vegna meiðsla.
Björgvin hefur einnig verið fremsti skíðamaður landsins um árabil. Á þessu ári hefur Björgvin staðið sig mjög vel í hörðum heimi skíðaíþróttarinnar. Hann vann Eyjaálfubikarinn samanlagt, varð í öðru sæti í stórsvigi og risasvigi og vann tvíkeppnina en keppnin fór fram í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Björgvin náði góðum árangri í nóvember sl. í tveimur fyrstu mótunum í Evrópubikar, hafnaði í 8. og 10. sæti. Hann varð einnig þrefaldur Íslandsmeistari á árinu, í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni. Björgvin er við æfingar og keppni erlendis og tók Guðmundur Jakobsson formaður alpagreinanefndar SKÍ við viðurkenningunni fyrir hans hönd.