Dagmar Ýr Stefánsdóttir til Fjarðaáls

Dagmar Ýr Stefánsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls og kemur hún til starfa í samfélagsteymi Fjarðaáls í október. Erna Indriðadóttir, sem hefur gegnt starfi upplýsingafulltrúa Fjarðaáls frá því fyrirtækið hóf rekstur, sagði starfi sínu lausu síðastliðið vor og hverfur til annarra starfa.

Dagmar Ýr Stefánsdóttir hefur undanfarin ár verið  forstöðumaður markaðs- og kynningarmála hjá Háskólanum á Akureyri.

Nýjast