Atvikið átti sér stað í fangaklefa í fangageymslu lögreglunnar á Akureyri en þar hafði lögreglumaðurinn afskipti af manninum. Játaði maðurinn sök fyrir dómi. Hann hefur áður sætt refsingum fyrir ýmis brot og rauf með brotinu skilyrði reynslulausnar sem honum var veitt í apríl á síðastliðnu ári. Ekki þótti fært að skilorðsbinda refsinguna nú þegar litið var til sakarferils mannsins.