Clarke Keltie í raðir Þórs
Þór samdi í dag við breska miðjumanninn Clarke Keltie út þetta tímabil en Keltie hefur verið á reynslu hjá félaginu þessa viku. Clarke er 27 ára og mun leika sinn fyrsta leik með liðinu á sunnudaginn kemur er Þór tekur á móti Víkingi R. á Þórsvelli í Pepsi-deildinni.
Clark Keltie steig sín fyrstu spor í boltanum með Walker Central en þaðan fór hann til Darlington árið 2001 þar sem hann spilaði 130 leiki og skoraði í þeim 10 mörk. Eftir nokkra ára veru hjá Darlington fór Clark til Rochdale á frjálsri sölu.
Þar náði hann ekki að festa sig í sessi og var lánaður fyrst til Chester City, síðan Gateshead og loks til Lincoln. Clark var á mála hjá Lincoln til 1. júni. Þetta kemur fram á heimasíðu Þórs.