City Bus Sightseeing - nýjung í ferðaþjónustu á Akureyri

Ferðalöngum á Akureyri gefst nú sá kostur að skoða bæinn með CITY BUS Sightseeing.  Um er að ræða sex vikna tilraunaverkefni og er hugmyndin fyrst og fremst að veita þeim ferðamönnum skemmtiferðaskipanna sem ekki fara austur fyrir fjall nýjan valkost en öðrum ferðamönnum og bæjarbúum er auðvitað hjartanlega velkomið að nýta sér þennan valkost.    

Það er Akureyrarstofa sem heldur utan um verkefnið. CITY BUS Sightseeing mun keyra frá klukkan 9 - 13 og tekur hver hringur um 45 mínútur en alls eru 13 viðkomustaðir í hringnum og er fyrsti og síðasti viðkomustaðurinn höfnin við Oddeyrarbryggju. Aðrir viðkomustaðir eru Miðbærinn, Upplýsingamiðstöð ferðamanna, Minjasafnið á Akureyri, Iðnaðarsafnið, Flugsafn Íslands, Kjarnaskógur, Hamrar tjaldsvæði, Lystigarðurinn á Akureyri, Sundlaug Akureyrar, Akureyrarkirkja, Glerárgil og verslunarmiðstöðin Glerártorg   Ferðalangurinn fær í hendurnar kort af hringnum og upplýsingar um viðkomustaðina auk þess sem hægt er að fá aðra bæklingu um borð í vagninum. Það er von þeirra sem standa að verkefninu að þetta sé góð viðbót við það sem fyrir er.  

Nýjast