Það er Akureyrarstofa sem heldur utan um verkefnið. CITY BUS Sightseeing mun keyra frá klukkan 9 - 13 og tekur hver hringur um 45 mínútur en alls eru 13 viðkomustaðir í hringnum og er fyrsti og síðasti viðkomustaðurinn höfnin við Oddeyrarbryggju. Aðrir viðkomustaðir eru Miðbærinn, Upplýsingamiðstöð ferðamanna, Minjasafnið á Akureyri, Iðnaðarsafnið, Flugsafn Íslands, Kjarnaskógur, Hamrar tjaldsvæði, Lystigarðurinn á Akureyri, Sundlaug Akureyrar, Akureyrarkirkja, Glerárgil og verslunarmiðstöðin Glerártorg Ferðalangurinn fær í hendurnar kort af hringnum og upplýsingar um viðkomustaðina auk þess sem hægt er að fá aðra bæklingu um borð í vagninum. Það er von þeirra sem standa að verkefninu að þetta sé góð viðbót við það sem fyrir er.