Vaðlaheiðargöng orðin 200 metra löng
Unnið er dag og nótt við gerð Vaðlaheiðarganga, þrátt fyrir stærstu ferðahelgi ársins. Göngin eru nú orðin 200 metra löng. Verktakinn Ósafl hefur fengið til sín tvo nýja námutrukka, sem kosta um 65 milljónir króna stykkið. Þegar göngin lengjast mun þessum trukkum fjölga. Trukkarnir eru sjálfir um 23 tonn og geta flutt allt að 28 tonn eða um 17 rúmmetra af sprengdu grjóti.