Tekjuhæstu einstaklingarnir á Akureyri
Samkvæmt álagningarskrá fyrir síðasta ár voru 227 einstaklingar á Akureyri með 1,2 milljónir króna eða meira í laun á mánuði, en árið á undan voru um 250 einstaklingar með þau laun á mánuði. Þetta kemur fram í úttekt Vikudags, sem birt er í blaðinu í dag. Einkennandi er fyrir listann að hann virðist tengjast sjávarútvegi, sjómennsku eða útgerð. Læknar og sérfræðingar eru líka nokkuð áberandi á listanum og sömuleiðis eru nokkrir fjármálamenn á listanum.
Sá sem er með 1,2 milljónir króna í laun á mánuði, þarf að greiða um 2 milljónir króna í útsvar, sem rennur til bæjarfélagsins.
Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags í dag