Óskalagatónleikar í Akureyrarkirkju
Enn eina ferðina ætla Óskar Pétursson og Eyþór Ingi Jónsson að syngja og spila óskalög tónleikagesta í Akureyrarkirkju, en þessa tónleika hafa þeir haldið á föstudagskvöldi um verslunarmannahelgi í mjög mörg ár. Reyndar er minni þeirra félaga ekki gott, þannig að árin eru kannski ekki nema eins og fimm... eða sex.
Tónleikagestir fá lagalista með nokkur hundruð lögum og biðja um óskalög á staðnum.
Glens og gaman einkenna tónleikana, sem og vandræðagangurinn í Óskari þegar hann reynir að finna lög og texta í möppunum sínum.