Ógeðfelld aðkoma í morgunsárið

Aðkoman í gróðurhús Sigurvins var óskemmtileg í morgun
Aðkoman í gróðurhús Sigurvins var óskemmtileg í morgun

„Blaðberinn vakti okkur snemma í morgun með þeim fréttum að maður í annarlegu ástandi væri dansandi í gróðurhúsinu okkar, ber að ofan og með græjunar í botni,“ segir Sigurvin Jónsson íbúi við Norðurgötu á Akureyri. „Við ræktum meðal annars tómata í gróðurhúsinu og var maðurinn að gera sér þá að góðu er við komum að honum. Þá var hann búinn að mölva ljós, geisladiska og dreifa rusli um allt. Lyktin sem á móti okkur kom var ekki góð, líklega sambland af hassi og bjór,“ sagði Sigurvin í samtali við Vikudag í morgun.

Eftir því sem næst verður komist hefur maðurinn oft komið við sögu lögreglunar.

Nýjast