Oddur Helgi sjóðheitur

Oddur Helgu Halldórsson
Oddur Helgu Halldórsson

„Ég er sjóðheitur og get alveg hugsað mér að starfa áfram á þessum vettvangi, verði á annað borð ákveðið að L-listinn bjóði fram í komandi kosningum,“ segir Oddur Helgi Halldórsson bæjarfulltrúi L-listans á Akureyri, aðspurður um framboðsmál.

Bæjarstjórnarkosningar verða að óbreyttu haldnar næsta vor. „Þetta kjörtímabil hefur í flesta staði gengið vel, enda gott fólk í bæjarstjórn, bæði í meirihluta og minnihluta. Framboðsmál okkar verða formlega ákveðin í haust og þess vegna get ég lítið sagt um mín framboðsmál á þessum tímapunkti.Sjálfsagt eru einhverjir bæjarfulltrúar farnir að huga að þessum málum og ég er vissulega í þeim hópi. Það er gefandi að starfa að bæjarmálum og margt spennandi er í farvatninu."

 

karleskil@vikudagur.is

Nýjast