Kaupmenn flýja Glerártorg á Akureyri
Hátt í 4000 fermetrar á jarðhæð verslunarmiðstöðvarinnar Glerártorgs eru ekki nýttir. Um er að ræða tíu verslunarrými sem standa auð, en alls eru liðlega fjörutíu rými í boði. Hjörleifur Hallgríms Herbertsson hefur rekið kvenfataverslun á Glerártorgi, en ákvað að flytja hana í Amaróhúsið í miðbæ Akureyrar í síðustu viku.
Leigan á Glerártorgi er vitleysislega há og margir leigutakar eru óánægðir, enda hefur verslunum á Glerártorgi fækkað verulega. Leigan á Glerártorgi er fjórum sinnum hærri en í Amaróhúsinu, þannig að þetta var ekki spurning í mínum huga. Ég veit um nokkra sem vilja yfirgefa Glerártorg, segir Hjörleifur.
Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags