Íslendingar góðir heim að sækja
Rekstur þessara staða fer mjög vel saman og hagræðingin í rekstrinum er veruleg, sem skilar sér bæði til viðskiptavina og starfsfólks, segir Sigurður Jóhannsson veitingamaður á Akureyri.
Róbert Hasler, Heba Finnsdóttir og Sigurður reka saman veitingastaðina Strikið og Bryggjuna á Akureyri, sem báðir setja svip á bæinn. Strikið er á efstu hæð Alþýðuhússins við Skipagötu, en Bryggjan flutti nýverið í gamla Gránufélagshúsið við Oddeyrarbryggju.
Ekki níu til fimm vinna
Nei, vinnudagurinn er oft ansi langur hjá okkur og þá sérstaklega um helgar. Sem betur fer höfum við gaman af þessu og það er mikilvægt. Erlendir ferðamenn segja að Íslendingar séu góðir heim að sækja og að þjónustan sé almennt góð. Sumarið hefur verið gott hjá okkur, enda hefur veðrið hérna fyrir norðan verið einstaklega gott, segir Sigurður Jóhannsson veitingamaður.
Nánar er rætt við Sigurð í prentútgáfu Vikudags