Ekki eins sólarlítið í 15 ár á Akureyri
Meðalhitinn á Akureyri í júlí var 11,2 stig og er það 0,7 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990, en 0,4 stigum undir meðallagi síðustu 10 ára. Úrkoman mældist 31,3 mm og er það í rétt tæpu meðallagi. Dagar sem úrkoma mældist 1 mm eða meiri tveimur fleiri en í meðalári.Þetta kemur fram í uppgjöri Veðurstofunnar fyrir júlí.
Sólskin
Mjög sólarlítið var á Akureyri. Þar mældust sólskinsstundirnar aðeins 101, sem er 57 stundum færri en í meðal-júlí og hafa ekki verið jafn fáar síðan 1998.