Allir fari heim með góðar minningar

Davíð Rúnar Gunnarsson og Pétur Guðjónsson hjá Viðburðastofu Norðurlands
Davíð Rúnar Gunnarsson og Pétur Guðjónsson hjá Viðburðastofu Norðurlands

„Okkar markmið er að allir fari heim með góðar minningar og við væntum þess að bæði bæjarbúar og gestir þeirra leggi sitt af mörkum til að hátíðin gangi sem best,“ segja þeir Davíð Rúnar Gunnarsson og Pétur Guðjónsson hjá Viðburðastofu Norðurlands, en þeir hafa liðnar vikur unnið að skipulagningu og undirbúningi hátíðarinnar Ein með öllu á  Akureyri.

Teljum bros

 Yfirbragð hátíðarinnar hefur verið rólegt og afslappað og svo verður einnig nú að sögn þeirra Davíðs og Péturs. „Hátíðin hefur einmitt náð að festa sig í sessi sem slík og engin ástæða til að gera þar breytingar á, þannig vilja Akureyringar hafa sína hátíð. Eins og Margrét Blöndal sem eitt sinn stjórnaði þessari hátíð sagði; Við teljum bros, ekki fólk. Héðan viljum við að fólk fari með góðar minningar í sínu farteski að hátíð lokinni.“

Fjölmenni var í miðbænum á Akureyri í nótt og var nóttin tiltölulega róleg hjá lögreglu.Veðurstofan gerir ráð fyrir rigningu fyrir norðan í dag.

Nýjast