Byrjunarliðin klár-Disztl á bekknum

Það styttist óðum í bikarúrslitaleik karla í knattspyrnu þar sem Þór og KR mætast á Laugardalsvellinum kl. 16:00. Byrjunarliðin eru klár og eru leikmenn beggja liða farnir að hita upp. Jóhann Helgi Hannesson kemur aftur inn í byrjunarliðið sem og Sveinn Elías Jónsson og Janez Vrenko, en allir voru þeir hvíldir í síðasta deildarleik. Ekkert pláss er fyrir David Disztl sem byrjar á bekknum. Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs er kominn í betri gallann í tilefni dagsins, svört jakkaföt, hvít skyrta og rautt bindi, og sennilega aldrei verið betur klæddur á hliðarlínunni.

Byrjunarlið Þórs:
Srdjan Rajkovic
Gísli Páll Helgason - Þorsteinn Ingason - Janez Vrenko - Ingi Freyr Hilmarsson
Sveinn Elías Jónsson - Clark Keltie - Gunnar Már Guðmundsson - Atli Sigurjónsson - Ármann Pétur Ævarsson
Jóhann Helgi Hannesson

Varamenn: Ragnar Hauksson, David Disztl, Björn Hákon Sveinsson, Atli Jens Albertsson, Sigurður Marinó Kristjánsson, Aleksandar Linta, Baldvin Ólafsson.
Byrjunarlið KR:
Hannes Þór Halldórsson
Magnús Már Lúðvíksson - Skúli Jón Friðgeirsson - Grétar Sigfinnur Sigurðarson - Jordao Diogo
Baldur Sigurðsson - Bjarni Guðjónsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Gunnar Örn Jónsson - Guðjón Baldvinsson - Kjartan Henry Finnbogason

Varamenn: Ásgeir Örn Ólafsson, Gunnar Þór Gunnarsson, Dofri Snorrason, Hugi Jóhannesson (M), Björn Jónsson, Egill Jónsson, Aron Bjarki Jósepsson.


Nýjast