„Byrjaði að læra á píanó þegar ég var 7 ára og hef ekkert stoppað síðan“

Birkir Blær Óðinsson stígur á svið í kvöld í sænska Idolinu.
Birkir Blær Óðinsson stígur á svið í kvöld í sænska Idolinu.

Birkir Blær Óðinsson, tónlistarmaður frá Akureyri er kominn í úrslitakeppni sænsku Idol söngkeppninnar. Á fyrsta útsláttarkvöldinu sem fram fór á föstudag söng Birkir Blær lagið No Good eftir íslensku hljómsveitina Kaleo. Birkir Blær hefur fengið góðan meðbyr hjá dómnefndinni og líka átt upp á pallborðið hjá sænsku þjóðinni enda komst hann áfram eftir símakosningu í síðustu viku þegar hann söng lagið Sexy and I know it. Hann kemur fram aftur nk. föstudagskvöld og þá mun einnig flutningur hans á laginu No Good verða settur í dóm sænsku þjóðarinnar. Vikublaði sló á þráðinn til Svíþjóðar þar sem Birkir Blær undirbýr sig fyrir næstu beinu útsendingu sem fer fram á morgun föstudag. „Föstudagskvöldið leggst bara helvíti vel í mig þetta er mjög gaman,“ segir hann og útskýrir fyrirkomulag útsláttarkeppninnar: „Um leið og þátturinn kláraðist á föstudag, þá opnaðist fyrir kosninguna og hún lokast ekki fyrr en að næsti þáttur byrjar. Það kemur alltaf í ljós viku síðar hvort ég hafi komist áfram eða ekki. Þetta er gert svona af því að fólk horfir ekki eins mikið á sjónvarp í línulegri dagskrá eins og í gamla daga. Það er því hægt að horfa á þáttinn hvenær sem maður vill og kosið þessa viku sem líður á milli þátta,“ segir Birkir Blær og bætir við að það detti bara einn keppandi út í hverri umferð.

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 


Athugasemdir

Nýjast