Hverfisráð Grímseyjar fór yfir umsókn Akureyrarbæjar til byggðakvóta á síðasta fundi sínum fyrr í þessum mánuði. Okkur lýst vel á bréfið og þá sérstaklega ósk um aukna úthlutun byggðakvóta til Grímseyjar. Hann hefur verið smánarlega lítill undanfarin ár miðað við að Grímsey byggist nær eingöngu á fiskveiðum, segir í bókun ráðsins.
Hverfisráð óskaði jafnframt eftir því að síðasta setning fyrstu málsgreinar á 6. fundi 19.01.2011 verði felld niður. Greinin: Hverfisráð vill að aflanum verði landað í Grímsey og unninn hér. Hverfisráð tekur skýrt fram að það vill alls ekki koma nálægt úthlutun byggðakvótans sökum tengsla á svo litlum stað sem Grímsey er. En að sjálfsögðu óskum við eindregið eftir auknum byggðavóta til eyjarinnar, segir í bókun ráðsins.