Búsetudeild hlaut Hvatningar- verðlaun Öryrkjabandalagsins

Búsetudeild Akureyrar hlaut í síðustu viku Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands fyrir frumkvöðlastarf í útfærslu á notendastýrðri þjónustu fyrir fatlaða. Þetta var í annað sinn sem verðlaunin eru veitt á alþjóðadegi fatlaðra til þeirra sem með jákvæðum hætti hafa stuðlað að einu samfélagi fyrir alla.  

Þrenn verðlaun voru veitt til fyrirtækis, stofnunar og einstaklings, sem skarað hafa fram úr og endurspegla nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðra í samfélaginu. Verðlaunahafar voru:

Í flokki stofnana

Akureyrarbær - búsetudeild, fyrir frumkvöðlastarf í útfærslu á "Independent living", notendastýrðri þjónustu fyrir fatlaða.

Í flokki fyrirtækja

Tónstofa Valgerðar, fyrir frumkvöðlastarf í þá veru að nemendur með sérþarfir njóti forgangs til tónlistarnáms.

Í flokki einstaklinga

Guðjón Sigurðsson, fyrir sýnileika, dugnað og árangur í málefnum fatlaðra.

Leitað var til aðildarfélaga ÖBÍ, fulltrúa ÖBÍ í svæðiráðum um málefni fatlaðra og ýmissa annarra aðila sem vinna að málefnum fatlaðra um tilnefningar. Undirbúningsnefnd valdi þrjár tilnefningar úr hverjum flokki sem sérstök dómnefnd tók endanlega afstöðu til. Þeim aðilum voru veitt viðurkenningarskjöl við sömu athöfn. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

Nýjast