Búist við töfum á strætóferðum

Snjómokstur er nú fullum gangi á Akureyri.
Snjómokstur er nú fullum gangi á Akureyri.

Hægt hefur gengið að koma Strætó á áætlun á Akureyri í morgun, enda er mjög þungfært í sumum hverfum. Reynt verður að koma vögnum af stað kl. 9, en búast má við töfum fram eftir degi, segir á vef Akureyrarbæjar. Íbúar eru beðnir um að sýna þessu erfiða ástandi skilning.

Vegna ófærðar liggur sorphirða frá heimilum á Akureyri niðri. Fólk er hvatt til að moka frá sorpílátum til að auðvelda losun þegar verður orðið fært um íbúðagötur.


Nýjast