Akrar í héraðinu eru á misjöfnu stigi segir á vefsíðu Búnaðarsamband Eyjafjarðar. Korn á þurru og mögru landi er víða að nálgast fullan þroska en akrar á frjósömu landi eiga margir eftir 2-3 vikur til að verða þreskingarhæfir. Verði tíðarfar hagstætt í september má búast við mjög góðri uppskeru í ár.