Búist við góðri kornuppskeru í Eyjafirði

Bændur í Svarfaðardal  hófust handa við kornþreskingu í vikunni.  Það voru bændur á Hreiðarsstöðum, Hofi og Ytra Hvarfi sem skáru akur í landi Ytra Hvarfs.  Kornið í ár er bústið eftir sólríkt sumar en nokkuð er þó um grænt og magurt korn.   

Akrar í héraðinu eru á misjöfnu stigi segir á vefsíðu Búnaðarsamband Eyjafjarðar.  Korn á þurru og mögru landi er víða að nálgast fullan þroska en akrar á frjósömu landi eiga margir eftir 2-3 vikur til að verða þreskingarhæfir.  Verði tíðarfar hagstætt í september má búast við mjög góðri uppskeru í ár.

Nýjast