Búfjársamningarnir samþykktir

Mynd: Búgarður
Mynd: Búgarður

Kúa- og sauðfjárbænd­ur hafa samþykkt nýja búfjársamn­inga um starfs­skil­yrði naut­gripa- og sauðfjár­rækt­ar, í at­kvæðagreiðslu sem fram fór um þá en skrifað var undir 19. febrúar s.l.

Sauðfjár­samn­ing­ur­inn var samþykkt­ur með 60,4% at­kvæða en 37,3% voru á móti. Naut­gripa­samn­ing­ur­inn var samþykkt­ur með 74,7% at­kvæða en 23,7% höfnuðu hon­um.

Kosn­ingaþátt­tak­an vegna sauðfjár­samn­ings­ins var 56,8% og vegna naut­gripa­samn­ings­ins 70,8%.

Samn­ing­arn­ir eru til 10 ára en gert er ráð fyr­ir að þeir verði tekn­ir til end­ur­skoðunar tvisvar á samn­ings­tím­an­um, árin 2019 og 2023.

Nýjast