BSO á götuhorninu

Mörgum er hlýtt  til BSO og af góðum ástæðum  Mynd gn
Mörgum er hlýtt til BSO og af góðum ástæðum Mynd gn

Fólk heyrðist velta því fyrir sér á götuhorninu  eiginlega i bókstaflegri merkingu  hvort það væri etv. möguleiki að flytja BSO húsið, koma þvi fyrir á góðum stað  og gera að félagsheimili fyrir  Fornbíladeild  Bílaklúbbs Akureyrar?  Tengingin væri augljós hafði fólk á orði.  BSO á sér  rikan sess i huga  bæjarbúa og óhætt að fullyrða að heimsókn  þangað eftir ball hefur lagt grunn  að mörgum farsælum hjónaböndum og þvi ekki furða að fólki sé ekki sama um húsið.  Einnig var BSO sannkallaður Haukur í horni þeirra sem notuðu tóbak en urðu uppskroppa á stórhátíðardögum, BSO lokaði nefnilega ekki.  Þetta svo mjög fátt sé dregið fram.    Fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar  er  annars mögnuð og hópakstur glæsibíla sem félagar í deildinni eiga og fer fram á miðvikudagskvöldum hreint augnakonfekt.  Ein kona  úr Þorpinu rifjaði upp í þessari umræðu að i Monte  Carlo færi fram ár hvert rall keppni Rallye Monte-Carlo Historique þar sem einungis bílar  30 ára og eldri mættu keyra.  Vildi hún meina að þarna væri  sóknarfæri  fyrir Akureyri  og því um að gera væri að halda slika keppni.  Þarna væri mikil sérstaða ef að yrði.  


Athugasemdir

Nýjast