Brýnt að fara í umtalsverðar endurbætur í Hlíðarfjalli

Hlíðarfjall
Hlíðarfjall

Formleg heimild Akureyrarbæjar til handa Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar til að vinna að úttekt á möguleikum á rekstri Hlíðarfjalls fékkst í október sl. Starfsmenn félagsins höfðu unnið nokkuð að málinu fyrir þann tíma en vinna AFE miðast fyrst og fremst við að kanna möguleika og tækifæri sem gætu falist í að breyta rekstrarfyrirkomulagi í Hlíðarfjalli og möguleika á aðkomu annarra en bæjarfélagsins að rekstri, markaðssetningu og uppbyggingu svæðisins.

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri AFE, segir óbreytt rekstrarfyrirkomulag ekki æskilegt til lengdar og til að standa undir vaxandi ásókn og jafnframt til að dragast ekki aftur úr öðrum svæðum á landinu, þarf að fara í umtalsverðar endurbætur á húsakosti og aðstöðu á svæðinu.

Ítarlegra er fjallað um málið í prentúgáfu Vikudags.

-Vikudagur, 5. febrúar

Nýjast