Bryndís Rún Hansen, sundkona úr Óðni og íþróttamaður Akureyrar, er meðal sjö sundmanna sem fá úthlutun úr Styrktarsjóði ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna, sem er á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, fyrir árið 2010. Styrkurinn nemur 150 þúsund krónum og er þetta annað árið í röð sem Bryndís hlýtur styrkinn.