Bryndís með þrjú gull í Noregi

Sundkonan Bryndís Rún Hansen vann 12 verðlaun á norska meistaramótinu í sundi sem fram fór á dögunum og setti tvö Akureyrarmet.

Þar af vann Bryndís þrenn gullverðlaun, í 50 m baksundi, 50 m flugsundi og í boðsundi í 4x200 m skriðsundi. Auk þess vann hún fimm silfurverðlaun og fjögur bronsverðlaun.

Bryndís hefur æft í Bergen Noregi í 6 mánuði og hefur náð fínum árangri með sundfélagi sínu þar ytra, Bergensvømmerne.

Nýjast