Bryndís byrjar vel á norska meistaramótinu

Sundkonan Bryndís Rún Hansen fer vel af stað á norska meistaramótinu í 50 m laug sem nú stendur yfir. Bryndís hefur þegar unnið gullverðlaun í 50 m baksundi, tvö silfurverðlaun og eitt brons.

Bryndís keppir í fimm greinum á mótinu, 50 og 100 m flugsundi, 50 og 100m skriðsundi og 50 m baksundi auk boðsunda. Keppt er í tveimur aldursflokkum 19 ára og yngri (junior) og 20 ára og eldri (Senior).

Nýjast